Dánarvottorð o.fl.

Þriðjudaginn 24. febrúar 1998, kl. 18:48:56 (4192)

1998-02-24 18:48:56# 122. lþ. 74.10 fundur 464. mál: #A dánarvottorð# (heildarlög) frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 122. lþ.

[18:48]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú er það auðvitað eins með blessuð litlu börnin og það fólk sem hverfur burt úr jarðlífinu að langflestir fæðast og deyja á stofnunum, hvort sem það eru sjúkrahús eða í þessu tilviki stofnanir aldraðra. Ég velti því einfaldlega fyrir mér hvort ekki væri enn þá einfaldara að viðkomandi stofnanir sæju um að koma slíkri tilkynningu á framfæri eða er kannski með því verið að taka of mikið vald af hinum nánustu? Ég velti því fyrir mér. En væri það ekki einfaldari leið? Þannig kæmust þessi vottorð miklu fyrr til skila. Væri ekki hægt að einfalda þetta enn þá meira?