Þingvallaurriðinn

Miðvikudaginn 25. febrúar 1998, kl. 14:47:45 (4208)

1998-02-25 14:47:45# 122. lþ. 75.8 fundur 17. mál: #A Þingvallaurriðinn# þál., Frsm. GÁ
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 122. lþ.

[14:47]

Frsm. landbn. (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. hlý orð í garð landbn. Segja má að hér sé hið merkilegasta mál á ferðinni og skal ég ekki draga úr því. En nú er mikilvægast að skipuð verði nefnd hinna vitrustu manna sem geri tillögur sem vonandi leiða af sér að við sjáum þau miklu auðæfi sem við áttum en höfum því miður misst, verða á ný að veruleika. Það eru mín lokaorð, hæstv. forseti, að ég bind miklar vonir við þessa þáltill. og að hún muni marka tímamót í baráttunni fyrir því að menn hvorki ofnýti né eyðileggi mikilvæg auðæfi. Ég hygg að takist hér vel til verðum við Íslendingar á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum til fyrirmyndar í veröldinni.