Réttarstaða íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum

Miðvikudaginn 25. febrúar 1998, kl. 16:41:59 (4225)

1998-02-25 16:41:59# 122. lþ. 75.13 fundur 284. mál: #A réttarstaða íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum# þál., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 122. lþ.

[16:41]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Það er athyglisvert að heyra það hvernig hinar mismunandi greiðslur eru gagnvart hjálpartækjum. Ég þekki það ekki eins og hér er sagt frá. Ég vil nálgast málið aðeins öðruvísi en síðasti ræðumaður sem talaði um að þar réði kannski mestu um peningar eða peningaleysi viðkomandi aðila sem væri að koma inn á stofnun. (ÁRJ: Ég sagði að það gæti haft áhrif.) Það gæti haft áhrif, já. Það gæti líka haft áhrif fyrir stofnun sem ætti í erfiðleikum með rekstur. Það gæti haft áhrif á innkomu vistmanns inn á heimilið ef honum fylgdi hár kostnaður vegna lyfja. Það er hin hliðin á málinu. (Gripið fram í.) Þess vegna erum við eftir allt saman ekki mjög langt hvort frá öðru þegar við ræðum málið ofan í kjölinn. Hins vegar er alveg ljóst að þarna eru nokkur atriði sem ekki passa inn í myndina eins og hún er nú. Ég ætla að endurtaka það að ég hef átt mjög góð samskipti við starfsmenn heilbr.- og trmrn. sem hafa unnið mjög mikið við breytingu á einmitt þessu fyrirkomulagi sem er í þá átt sem hér er verið að tala um.