Tímareikningur á Íslandi

Miðvikudaginn 25. febrúar 1998, kl. 18:11:58 (4244)

1998-02-25 18:11:58# 122. lþ. 75.14 fundur 309. mál: #A tímareikningur á Íslandi# frv., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 122. lþ.

[18:11]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það geti ekki verið mikið skipulagsvandamál að leikskólar opni fyrr á morgnana. Þeir aðilar sem eru í samskiptum við útlönd hjá einstaka fyrirtækjum eru þannig í sveit settir að það ætti ekki að vera mikið vandamál enda held ég líka að fyrirtæki hljóti að laga sig að aðstæðum hverju sinni. Ég held að þetta frv. skipti ekki sköpum um það hvort reksturinn gangi vel eða illa. Ég held að það hljóti að vera mál sem auðvelt sé að leysa enda veit ég að það er ekki vandamál fyrir skrifstofufólkið að byrja kl. 8 á sumrin en 9 á veturna.