Hollustuhættir

Þriðjudaginn 03. mars 1998, kl. 14:41:56 (4266)

1998-03-03 14:41:56# 122. lþ. 76.2 fundur 194. mál: #A hollustuhættir# (heildarlög) frv., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 122. lþ.

[14:41]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Samkvæmt tillögu meiri hlutans er gert ráð fyrir að engin stjórn verði yfir Hollustuvernd ríkisins, aðeins forstjóri, nánast alvaldur undir ráðherra eins og felst í 20. gr. frv. Sama ráðuneyti og raunar sami ráðherra hefur nýlega sett tvær stjórnir yfir ríkisstofnanir svo ekki er mikið samræmi í hlutunum. Það væri sannarlega tímabært að endurskoða í heild stefnuna varðandi stjórnir ríkisstofnana og hvort réttmætt sé að haga því með þeim hætti sem hér er. Forstjóri fær í raun allt vald yfir stofnuninni og má segja að hún sé orðin deild í ráðuneytinu samkvæmt þessari uppsetningu sem frv. felur í sér.