Hollustuhættir

Þriðjudaginn 03. mars 1998, kl. 14:47:12 (4267)

1998-03-03 14:47:12# 122. lþ. 76.2 fundur 194. mál: #A hollustuhættir# (heildarlög) frv., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 122. lþ.

[14:47]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Við erum að greiða hér atkvæði um málsmeðferð og úrskurði. Þó að margt hafi verið fært til betri vegar í sambandi við útgáfu starfsleyfa og að nokkru leyti varðandi málsmeðferð þá hefðum við í minni hluta umhvn. talið rétt að einn aðili færi með úrskurði varðandi starfsleyfi og fullnaðarúrskurði. Hér er gert ráð fyrir því að það verði sérstök úrskurðarnefnd nema þegar um er að ræða stærri framkvæmdir samanber fskj. með þessu lagafrv., sem verður raunar hluti af lögunum, þá er það ráðherra sem á að fara með úrskurðarvaldið. Það eru stóriðjuframkvæmdirnar og aðrar stærri framkvæmdir ekki ekki mega falla undir sérstaka úrskurðarnefnd.

Þetta mun skapa réttaróvissu í ýmsum tilvikum og leitt er til þess að vita að tortryggni meiri hlutans, áhyggjurnar vegna stóriðjunnar, skuli birtast á þann hátt að úrskurðir verði að vera á borði ráðherra. Þannig er það ekki í öðrum löndum sem við þekkjum til.