Ummæli þingmanns í fréttaviðtali

Fimmtudaginn 05. mars 1998, kl. 10:56:56 (4354)

1998-03-05 10:56:56# 122. lþ. 80.93 fundur 246#B ummæli þingmanns í fréttaviðtali# (aths. um störf þingsins), SighB
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 122. lþ.

[10:56]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Auðvitað geta verið skiptar skoðanir um það hvort þingnefndir eigi að taka fyrir tiltekið mál og ekkert athugavert við það þó að þingmenn hafi skiptar skoðanir á því. Það kom hins vegar fram í efh.- og viðskn. að nefndin væri aðeins að kynna sér málið en ætlaði ekki að fella um það neinn dóm á meðan málið væri á áfrýjunarstigi. Þess vegna þótti mér mjög óæskilegt að formaður nefndarinnar skyldi tjá sig um það eftir þessa umfjöllun að það kynni að þurfa að breyta lögum vegna úrskurðar Samkeppnisstofnunar sem enn er í áfrýjunarferlinu. Það voru óæskileg ummæli að mínu mati og auðvitað gerir staða hans það að verkum að slík ummæli hljóta að sæta gagnrýni.