Dómstólar

Fimmtudaginn 05. mars 1998, kl. 14:43:21 (4365)

1998-03-05 14:43:21# 122. lþ. 80.10 fundur 176. mál: #A dómstólar# frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 122. lþ.

[14:43]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það vegna orða hv. ræðumanns að ég tel alls ekki sakhæft atferli að vera í frímúrarareglu og ég þakka fyrir þær upplýsingar sem komu fram um hvaða íslenskir dómarar eru frímúrarar. En maður skyldi þó ætla að ef annar hvor dómari er frímúrari að þeir mundu þá líka veljast inn í nefnd um dómarastörf og þeir mundu þá bara komast að þeirri niðurstöðu að þetta mundi samræmast því að vera dómari á líkan hátt og hefur væntanlega verið í Noregi. Það er nefnilega ekkert skrýtið að niðurstaðan í Noregi varð þessi. Er ekki mjög líklegt að dómararnir þar séu frímúrarar eins og hér? Ég bara spyr.