Dómstólar

Fimmtudaginn 05. mars 1998, kl. 14:45:01 (4367)

1998-03-05 14:45:01# 122. lþ. 80.10 fundur 176. mál: #A dómstólar# frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 122. lþ.

[14:45]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að þetta er ekki beint heimavöllur minn, ég þekki ekkert til þessara reglna. Í fyrsta lagi vil ég segja vegna orða þingmannsins um að þetta sé óþarfatortryggni, að það er einmitt málið. Störf dómara eiga að vera yfir allan vafa hafin um óhlutdrægni. Það er nákvæmlega þess vegna sem þeir gefa óþarfahöggstað á sér. Þess vegna væri langeðlilegast að þingið samþykkti tillöguna og þá væri þetta mál úr sögunni með afgreiðslu nefndarinnar, á hvern veg svo sem hún færi.

Hvaða önnur félög koma til greina sem leynireglur vil ég vitna í nýja blaðagrein eftir Njörð P. Njarðvík þar sem hann talar um að það séu fleiri reglur en frímúrarareglurnar tvær sem koma til greina, og nefnir þar Oddfellow-reglur, Rósakrossreglur, Musterisriddarareglur, Innri skóla Guðspekifélagsins og þannig mætti lengi telja, eins og félagi Njörður P. Njarðvík kemst að orði. Nú ætla ég ekkert að fullyrða um hvort þetta sé rétt en þetta eru a.m.k. að hans mati sambærilegar leynireglur.