Gjaldþrotaskipti

Fimmtudaginn 05. mars 1998, kl. 15:22:31 (4377)

1998-03-05 15:22:31# 122. lþ. 80.12 fundur 389. mál: #A gjaldþrotaskipti# (tilkynningar skiptastjóra) frv., SP
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 122. lþ.

[15:22]

Sólveig Pétursdóttir:

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá allshn. um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti á þskj. 845.

Nefndin fjallaði um málið og fékk á fund sinn Benedikt Bogason, skrifstofustjóra í dómsmrn., Jón H. B. Snorrason og Jón Bjartmarz frá embætti ríkislögreglustjóra.

Í frv. er lagt til að skiptastjóra beri að tilkynna grun sinn um að þrotamaður eða aðrir hafi gerst sekir um refsivert athæfi til lögreglustjóra í stað þess að nú á að tilkynna slíkt til ríkissaksóknara. Nefndin telur rétt að gerð sé breyting á löggjöf þess efnis að tilkynning berist ekki ríkissaksóknara en telur eðlilegt að skiptastjóra beri að tilkynna grun um refsivert athæfi til ríkislögreglustjóra og geri brtt. við frv. þess efnis. Er slíkt í samræmi við skipan þessara mála, samanber reglugerð nr. 406 frá 1997, um rannsókn og saksókn efnahagsbrota, en þar kemur fram að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skuli annast rannsókn efnahagsbrota og saksókn þeirra.

Það eru allir nefndarmenn sem standa að þessu áliti.