Áfengislög

Fimmtudaginn 05. mars 1998, kl. 17:04:27 (4390)

1998-03-05 17:04:27# 122. lþ. 80.15 fundur 478. mál: #A áfengislög# (heildarlög) frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 122. lþ.

[17:04]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg rétt hjá hv. 8. þm. Reykv. að athugasemd mín var ekki um efnisatriði málsins. Ég var aðeins að vekja athygli á einföldum staðreyndum á mismunandi mati manna á áhrifum frv. En varðandi það sem hv. þm. er að vekja athygli á er það mín skoðun að eðlilegt sé að sveitarstjórnir geti haft þetta vald og mér finnst eðlilegt að Alþingi treysti sveitarstjórnum til að fara með þetta vald. Þær eru kjörnar af fólkinu í viðkomandi byggðarlagi og eru það stjórnvald sem best er til þess fallið að meta hagsmuni og aðstæður á viðkomandi stað. Þess vegna finnst mér eðlilegt að treysta sveitarstjórnunum til að taka slíkar ákvarðanir.