Dómstólar

Mánudaginn 09. mars 1998, kl. 15:12:45 (4452)

1998-03-09 15:12:45# 122. lþ. 82.1 fundur 176. mál: #A dómstólar# frv., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 122. lþ.

[15:12]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Þessi tillaga felur í sér að nefnd um dómarastörf meti hvort dómarar geti starfað í leynireglum, hvort það fái samrýmst stöðu þeirra og leiði af sér að dómarar geti ekki sinnt embættisstörfum sínum sem skyldi. Nefnd um dómarastörf á samkvæmt stjfrv. að meta aukastörf dómara og hvort dómarar megi eiga hlut í félagi eða fyrirtæki. Það er rétt og sjálfsagt að hún meti það einnig gagnvart leynireglu. Þessi brtt. er því í samræmi við markmið frv. um að styrkja sjálfstæði dómstóla, að hlutleysi þeirra verði hafið yfir allan vafa og það verði að vera sýnilegt.