Húsnæðismál

Mánudaginn 09. mars 1998, kl. 16:22:02 (4461)

1998-03-09 16:22:02# 122. lþ. 82.16 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 122. lþ.

[16:22]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra segir að ég eigi Íslandsmet í fleipri. Hvað var ráðherrann að segja úr ræðustólnum? Hann sagði að lið fyrir lið væri farið eftir tillögum frá sambandsstjórnarfundi ASÍ frá 1996. Aðeins eitt frávik væri, í staðinn fyrir 43 ár væru 40 ár.

Ég spyr hæstv. ráðherra: Er farið eftir þeirri tillögu ASÍ þar sem í samþykktinni stendur orðrétt: ,,Lagt er til að félagslegum leiguíbúðum verði fjölgað verulega til ráðstöfunar fyrir þá eigna- og tekjuminnstu.`` Fór ráðherrann yfir þetta áðan? Er verið að fjölga verulega leiguíbúðum fyrir þá tekjuminnstu?

Herra forseti. Ég held því fram að ráðherrum fjármála og félagsmála beri ekki saman varðandi leiguíbúðirnar og fjölda þeirra. Það er þó grundvallaratriði. Og ég ítreka það að ég tel að ekki sé hægt að halda umræðunni áfram fyrr en fjmrh. hæstv. kemur í salinn og við getum staðreynt hvor fari með fleipur, hæstv. félmrh. eða hæstv. fjmrh.