Húsnæðismál

Mánudaginn 09. mars 1998, kl. 16:49:08 (4476)

1998-03-09 16:49:08# 122. lþ. 82.16 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 122. lþ.

[16:49]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Forseti vekur athygli á því að nú um skeið hefur staðið yfir umræða um fundarstjórn forseta en inn í þá umræðu hafa blandast allverulegar efnislegar umræður um frv. og við svo búið getum við ekki látið standa. Við hljótum að láta þessari umræðu senn lokið um fundarstjórn forseta og hverfa að efnislegri umræðu um málið.

Forseti vekur athygli á því að til stóð að forseti ætti fund með formönnum þingflokka síðar í dag, ég veit ekki nákvæmlega hvenær hann verður, hann var fyrirhugaður klukkan hálfsex, kannski verður hann eitthvað örlítið seinna, en þá ætti að gefast tóm til þess að ræða um frekari umræður um þetta mál og málsmeðferð. Það er upplýst að hæstv. fjmrh. er ekki viðlátinn og verður það ekki næstu daga. Hæstv. forsrh. gegnir störfum hans og er hingað kominn til að svara í hans stað. Forseti mundi því helst vilja fá að gefa hæstv. forsrh. orðið um ... (Forsrh.: Það er ekki um efni máls.) Þá höldum við áfram umræðu um fundarstjórn forseta.