Húsnæðismál

Mánudaginn 09. mars 1998, kl. 16:50:43 (4477)

1998-03-09 16:50:43# 122. lþ. 82.16 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., forsrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 122. lþ.

[16:50]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það var einmitt þetta sem hæstv. forseti nefndi, að sú athugasemd sem ég gerði áðan var gerð af mér sem starfandi fjmrh. og þar með í nafni fjmrn. Og eins og hv. þm. vita er það algild starfsregla að þá er ráðherra fer af landi brott gegnir annar fyrir hann, og er það fullgilt. Það þekkja menn.