Húsnæðismál

Mánudaginn 09. mars 1998, kl. 16:51:55 (4479)

1998-03-09 16:51:55# 122. lþ. 82.16 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 122. lþ.

[16:51]

Svavar Gestsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Vandinn er sá að hæstv. forseti Alþingis verður ekki viðlátinn fyrr en um kvöldmatarleytið þannig að það er erfitt að koma við fundum á allra næstu klukkutímum. Ég hefði því viljað beina því til hæstv. forseta hvort ekki væri unnt að koma á fundi fljótlega, þar sem þeir ráðherrar yrðu, sem hafa með málið að gera, ásamt forustumönnum þingflokkanna til að fara yfir meðferð þessa máls, m.a. um það hvort fundum verður fram haldið fram eftir kvöldi eða hvort fundir verða á morgun. Ég held að það sé æskilegt að reynt verði að ná einhverju samkomulagi um þinghaldið nú fljótlega, vegna þess að það er bersýnilegt að það er fullt ósætti um þau vinnubrögð sem hér eru uppi af hálfu meiri hlutans.