Húsnæðismál

Mánudaginn 09. mars 1998, kl. 18:42:01 (4497)

1998-03-09 18:42:01# 122. lþ. 82.16 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 122. lþ.

[18:42]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst í kannski aðalatriðið við yfirlýsingu fjmrh. á bls. 101 vera að með því er hæstv. félmrh. að viðurkenna hve berskjaldað kerfið er. Allt sem heitir félagsleg viðspyrna hefur verið tekið út úr húsnæðiskerfinu eins og þetta frv. liggur fyrir. Viðbótarlánaákvæðin eru skilyrt í bak og fyrir þannig að það þýðir ekkert að bera þau fram sem rök fyrir því að eitthvað hangi inni af félagslegum sjónarmiðum.

Veruleikinn er sá að vaxtabótakerfið er hið eina sem hægt er að vísa á í þessu samhengi. Þar með er búið að gerbreyta kerfinu. Þar með er jafnframt rétt sem hér hefur verið sagt að í þessu frv. felst, ef það verður að lögum, hægri bylting í húsnæðismálum. Þarna á að innleiða samfellt einkavætt kerfi að öðru leyti en því að vísað er á vissa jöfnun í vaxtabótakerfinu. Það er aðalatriðið og varðandi það að hraða þurfi afgreiðslu málsins til þess að það taki gildi og verði að lögum um næstu áramót, þá er það misskilningur. Það væri mun betra að það tæki ekki gildi.