Útboð á hafrannsóknaskipi

Miðvikudaginn 11. mars 1998, kl. 13:47:43 (4561)

1998-03-11 13:47:43# 122. lþ. 84.3 fundur 486. mál: #A útboð á hafrannsóknaskipi# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., sjútvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 122. lþ.

[13:47]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Um 1. lið fyrirspurnarinnar er það að segja að almennt útboð fór fram þar sem innlendar skipasmíðastöðvar kepptu á jafnréttisgrundvelli við aðrar en þeim voru ekki áskilin sérstök forréttindi varðandi það útboð.

Hvað varðar 2. lið fyrirspurnarinnar þá hef ég upplýsingar um það frá Ríkiskaupum að gengið hafi verið eftir slíkum upplýsingum frá öllum aðilum sem til greina koma.

Um 3. lið fyrirspurnarinnar er það að segja að mér sýnist hann falla niður þar sem þegar er búið að ganga frá samningum um kaup eða smíði á skipinu.