Frestun á yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga

Miðvikudaginn 11. mars 1998, kl. 14:35:04 (4582)

1998-03-11 14:35:04# 122. lþ. 84.6 fundur 492. mál: #A frestun á yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga# fsp. (til munnl.) frá félmrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 122. lþ.

[14:35]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég held að eðlilegt sé að fresta þessari aðgerð. Ég tel að það sé almenn skoðun sveitarstjórnarmanna. Yfirfærsla skólans er enn í mótun, þ.e. þegar skólinn var fluttur frá ríki yfir til sveitarfélaga, og í raun er vart komin full reynsla á þá yfirfærslu. Í viðtölum mínum við fjölmarga sveitarstjórnarmenn hafa þeir talið að sú yfirfærsla hafi verið mjög til góðs en allt þarf þetta sinn tíma og því tel ég hárrétt hjá hæstv. félmrh. að fresta þessu. Þetta er mjög stór biti fyrir sveitarfélögin að kyngja og málið þarf mjög vandaðan undirbúning og meiri undirbúningstíma. Ég tel samt mikilvægt að setja þessu verkefni ákveðin tímamörk og treysti því að hæstv. ráðherra félagsmála geri það áður en langt um líður.