Staðsetning Fjárfestingarbanka og Nýsköpunarsjóðs

Miðvikudaginn 11. mars 1998, kl. 15:17:05 (4602)

1998-03-11 15:17:05# 122. lþ. 84.8 fundur 485. mál: #A staðsetning Fjárfestingarbanka og Nýsköpunarsjóðs# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., GHall
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 122. lþ.

[15:17]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Ég hef lýst efasemdum mínum áður um stofnun þessa banka og spyr: Af hverju var þessi banki stofnaður? Ef hann hefði sameinast eða verið undir forsjá ríkisbankanna hefði þessi umræða t.d. ekki farið fram því að þeir koma svo víða við í hinni dreifðu byggð. Einn ágætur hv. þm., Tómas Ingi Olrich, talaði um að hér væri einhver örlagatrú. En ég held og hjó sérstaklega eftir því að í máli hæstv. viðskrh. koma fram meginrök sem liggja til grundvallar þess að svo mörg fyrirtæki í ríkisrekstri eru í Reykjavík sem raun ber vitni.