Listaverkakaup Listasafns Íslands

Miðvikudaginn 11. mars 1998, kl. 15:33:37 (4609)

1998-03-11 15:33:37# 122. lþ. 84.9 fundur 502. mál: #A listaverkakaup Listasafns Íslands# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 122. lþ.

[15:33]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Ég get tekið undir með hv. þm. um nauðsyn þess að sporna við fölsunum á málverkum og raunar öllum öðrum munum og það ber að leita allra leiða til að koma í veg fyrir slíkt. En eins og ég sagði í svari mínu þá hefur aðeins ein teikning sem talin er eftir Jóhannes Kjarval verið kærð af Ólafi Jónssyni forverði vegna gruns um fölsun. Listasafn Íslands á tæplega 8 þús. verk þannig að safnið telur ekki ástæðu til að ætla að önnur verk sem safnið hefur keypt séu fölsuð. Þetta er nauðsynlegt að árétta í tilefni af ummælum hv. þm.