Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 17. mars 1998, kl. 13:43:49 (4697)

1998-03-17 13:43:49# 122. lþ. 89.2 fundur 524. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (vaxtabætur) frv., ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 122. lþ.

[13:43]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég harma mjög svar hæstv. forsrh. Mér finnst það forkastanlegt þegar verið er að gjörbreyta húsnæðiskerfi sem staðið hefur um áratuga skeið í þessu landi. Hér er einfaldlega farið fram á að athuga hvort ekki sé hægt að vinna málið betur í samráði og þá yfir sumarmánuðina. Það er ekki rétt hjá hæstv. forsrh. þegar hann segir að samráð hafi verið haft við verkalýðshreyfinguna. Það er ekki svo vegna þess að verkalýðshreyfingin hefur tjáð sig um þetta mál og sagt ekkert samráð hafi verið. Hæstv. forsrh. veit það mætavel svo og hæstv. félmrh. Það er augsýnilegt af svörum hæstv. forsrh. að það á að stefna í átök um málið við verkalýðshreyfinguna og við stjórnarandstöðuna. Það er augsýnilegt að það er það sem hæstv. forsrh. vill láta síðustu vikur þingsins í vetur snúast um, snúast um þetta mál og það í átökum þegar hægt hefði verið að finna því betri og farsælli farveg. Ég harma svar hæstv. forsrh.