Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 17. mars 1998, kl. 15:39:23 (4725)

1998-03-17 15:39:23# 122. lþ. 89.2 fundur 524. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (vaxtabætur) frv., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 122. lþ.

[15:39]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held það sé alger misskilningur að þarna þrengist um og færri komist að í þessu kerfi. Ég held þvert á móti komist fleiri að vegna þess að greiðslubyrðin er lægri á fyrstu árunum og jafnvel fyrstu 20--25, 30 árin. Þar að auki þarf þetta fólk ekki að bíða eftir að byggt verði inn í kerfið. Það getur farið út á frjálsan markað og keypt þær íbúðir sem það óskar eftir. Það heftir ekki þann fjölda sem fer inn í kerfið. Samkvæmt því sem hér hefur komið fram eru langir biðlistar inn í félagslega íbúðakerfið. Ef það er rétt ætti kosturinn á að fara á almennan markað frekar að hleypa fleirum inn í kerfið.