Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 17. mars 1998, kl. 17:30:09 (4755)

1998-03-17 17:30:09# 122. lþ. 89.2 fundur 524. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (vaxtabætur) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 122. lþ.

[17:30]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég náði ekki að svara þessari spurningu þar sem tími minn var búinn í fyrra skiptið.

Núverandi húsnæðislöggjöf var sett án þess að greiðslumat lægi fyrir í þeirri mynd sem nú er og ég hygg að ég fari rétt með það. Mönnum óaði ekki við því þá að setja löggjöf þó að greiðslumatið lægi ekki fyrir. Það hefur tekið breytingum síðan, þannig að ég sé ekki að það þurfi endilega að vera forsenda.

Ég er ekki tilbúinn með tillögu um fjárlagaafgreiðslu á niðurgreiðslu til leiguíbúða. Ég get hins vegar fullvissað hv. þm. um að hún verður talsvert hærri en 25 íbúðir eins og menn hafa verið að leika sér með í þessari umræðu. (Gripið fram í.) Það er hárrétt. Ég á von á því, og það geta skapast vandamál af því og óánægja ef menn fara að bera sig saman. Það kann vel að vera að þeir sem eru í gamla kerfinu komi til með að öfunda þá sem eru í nýja kerfinu. Þeir gætu unað því illa og endilega viljað komast í nýja kerfið. Þeir hafa ákveðna möguleika til þess en ,,den tid, den sorg``.