Brunamótstaða húsgagna

Miðvikudaginn 18. mars 1998, kl. 14:13:38 (4842)

1998-03-18 14:13:38# 122. lþ. 90.5 fundur 515. mál: #A brunamótstaða húsgagna# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., Fyrirspyrjandi GHall
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 122. lþ.

[14:13]

Fyrirspyrjandi (Guðmundur Hallvarðsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. umhvrh. fyrir svör hans. Ég skil að málið sé að komast inn á hans borð og vænti þess að hann muni líta þetta mál þeim augum sem ástæða er til vegna þess að það er hálfhjákátlegt að gera miklar kröfur um öryggi allt í kringum það óöryggi sem felst í því að húsgögn sem neitað hefur verið um innflutning á til annarra Norðurlanda vegna vafasams tilbúnings og vafasamra efna sem í þessi húsgögn eru notuð, að þau skuli þá eiga greiðan aðgang til Íslands. Í landinu eru til lög sem heita lög um öryggi vöru, að vísu ná þessi lög ekki yfir þetta tiltekna mál eða húsgögn, en ég tel að það sé full ástæða til þess að Bunamálastofnunin auki eftirlit sitt varðandi þennan innflutning.

[14:15]

Það er svo margt sem flutt er til landsins t.d. leikföng úr alls kyns plastefnum, mjög eldfim og gefa af sér miklar eiturgufur. Í þessu máli er margs að gæta og ég ítreka þakkir mínar til hæstv. umhvrh. Vonandi verður tekið á þessu máli svo viðunandi sé. Ísland má ekki verða ruslakistu vafasamra húsgagna sem ekki fá innflutningsleyfi til annarra Norðurlanda.