Kjör og staða fólks er stundar nám fjarri heimabyggð

Miðvikudaginn 18. mars 1998, kl. 14:23:18 (4846)

1998-03-18 14:23:18# 122. lþ. 90.6 fundur 516. mál: #A kjör og staða fólks er stundar nám fjarri heimabyggð# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 122. lþ.

[14:23]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni fyrir að vekja máls á þessu afar brýna hagsmunamáli dreifbýlisins, þ.e. jöfnun námskostnaðar. Það er vitað mál að mjög kostnaðarsamt er fyrir fólk að senda ungmenni langt frá heimilum sínum til mennta. Hér er um að ræða eitt af albrýnustu byggðamálum þessarar þjóðar.

Það er staðreynd að misrétti er talsvert í þessum efnum. Við höfum fengið mörg bréf frá sveitarstjórnum vegna þessa og t.d. hefur sveitarstjórn Skaftárhrepps verið mjög ötul við að minna okkur á hve mikið misrétti er í þessum efnum. Eins og formaður fjárln. kom inn á erum við farnir að verja meiri peningum til jöfnunar og það er vel. Ég held þó að mjög brýnt sé að hæstv. menntmrh. standi fyrir því að gerð verði könnun á þessum málum.