Kjör og staða fólks er stundar nám fjarri heimabyggð

Miðvikudaginn 18. mars 1998, kl. 14:24:31 (4847)

1998-03-18 14:24:31# 122. lþ. 90.6 fundur 516. mál: #A kjör og staða fólks er stundar nám fjarri heimabyggð# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 122. lþ.

[14:24]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Fyrir fjórum þingum síðan, hér í hinu háa Alþingi, var víðtæk samstaða um umrædda þáltill. Margir beðið óþreyjufullir eftir því að heyra hvað kæmi út úr starfi nefndar þeirrar sem þá var samþykkt að setja á stofn.

Skýringin á því að ekkert hafi gerst hefur komið fram í dag. Hæstv. núv. menntmrh. fannst óskynsamlegt að fara eftir því sem samþykkt hafði verið á þingi í þessum efnum. Ég verð að segja að mér finnst þessi ákvörðun nokkuð mikið bráðræði af hæstv. ráðherra. Einu í þessari þáltill. er t.d. mjög brýnt að fá svar við og það er hver réttindi fólks af landsbyggðinni eru við nám í Reykjavík. Hver eru t.d. réttindi þeirra til húsaleigubóta eða annarra bóta ef það er skráð til heimilis annars staðar?