Þjónusta geðlækna í fangelsum

Miðvikudaginn 18. mars 1998, kl. 14:59:12 (4862)

1998-03-18 14:59:12# 122. lþ. 90.8 fundur 527. mál: #A þjónusta geðlækna í fangelsum# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., LB
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 122. lþ.

[14:59]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. 5. þm. Suðurlands fyrir að taka þetta mál upp hér á Alþingi. Ég tel mjög mikilvægt að við ræðum þessi mál, og kannski út frá spurningunni: Hvernig viljum við meðhöndla fanga í fangelsi? Hvað vill samfélagið fá út úr því að hafa fanga í fangelsum og hvernig viljum við meðhöndla fanga? Lítum við á fangelsi sem geymslustaði? Lítum við á fanga sem venjulegt fólk sem á rétt á sömu þjónustu og aðrir?

[15:00]

Ég held einmitt að hv. þm. Margrét Frímannsdóttir hafi vakið máls á mjög eftirtektarverðu máli og full ástæða til að leggja við hlustir og kalla fram stefnu hæstv. heilbrrh. almennt í því hvernig hún hyggst framfylgja því lagaákvæði að sinna læknisþjónustu, geðheilbrigðisþjónustu og jafnvel sálfræðiþjónustu við fanga. Ég held að það sé mjög mikilvægt að það komi fram í þessari umræðu hver stefna heilbrrn. er í þessum málum. Ég held að það sé mjög mikilvægt og ég ítreka þakkir til þingmannsins.