Þjónusta geðlækna í fangelsum

Miðvikudaginn 18. mars 1998, kl. 15:00:49 (4863)

1998-03-18 15:00:49# 122. lþ. 90.8 fundur 527. mál: #A þjónusta geðlækna í fangelsum# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 122. lþ.

[15:00]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Með þeim lagabreytingum sem urðu um áramótin 1988 urðu sjúklingar eða fangar fyrst sjúkratryggðir eins og almennt gerist og það var mjög mikilvægt skref. Eftir að það gerðist er verið að vinna að samningum við læknastöðvar almennt varðandi þjónustu við fanga.

Hv. þm. kom einmitt inn á þá þjónustu sem veitt er á Litla-Hrauni sem hún telur ekki nægilega. Ég er sammála því og það er þess vegna sem við erum að vinna að bættri þjónustu þar og víðar. Á Litla-Hrauni hafa fangar fengið að undanförnu vist á Sogni til að fá geðlæknisþjónustu, þannig að stefnan í þessum málum er skýr. Hún er sú að fangar fái sömu þjónustu og almenningur.