Fyrirkomulag meðferðar ósakhæfra geðsjúklinga

Miðvikudaginn 18. mars 1998, kl. 15:14:13 (4867)

1998-03-18 15:14:13# 122. lþ. 90.9 fundur 528. mál: #A fyrirkomulag meðferðar ósakhæfra geðsjúklinga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 122. lþ.

[15:14]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Réttargeðdeildin að Sogni er ung stofnun, fimm ára gömul stofnun og starfsemi þar hefur verið að þróast og eflast. Þegar sú stofnun var sett á laggirnar, áttu menn ekki von á því að svo hröð útskrift mundi eiga sér stað sem raun ber vitni. Það sýnir auðvitað að þarna á sér stað afburðagott starf. En við höfum mætt þessu með auknum fjárveitingum til heimilisins eða starfseminnar vegna þess að mikilvægt er eins og kom fram hjá hv. þm. áðan að eftirmeðferðin sé frá Sogni því að þar er kunnáttan og þar er fagmennskan. Við höfum því mætt þessu með auknum fjárveitingum.

Varðandi aðra liði, sem hv. þm. kom inn á, þá er þetta samspil þriggja ráðuneyta, dómsmrn., heilbrrn. og nú félmrn. Næstu skref sem stigin eru varðandi sambýli eða aðra slíka þjónustu fyrir útskrifaða sjúklinga verða tekin en þau verða ekki tekin hratt vegna þess að þessi starfsemi er í mikilli þróun. Þegar starfsemin var sett á stofn höfðu margir miklar efasemdir um hana en hún hefur sannað gildi sitt svo rækilega að það er mjög mikilvægt að næstu skref séu tekin varlega og mjög faglega.