Staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn

Fimmtudaginn 19. mars 1998, kl. 11:53:08 (4907)

1998-03-19 11:53:08# 122. lþ. 91.1 fundur 568. mál: #A staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn# þál., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 122. lþ.

[11:53]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Það eru mjög gamlar fréttir að þessar skoðanir mínar liggi fyrir. Ég er þeirrar skoðunar að Ísland eigi að verða aðili að Evrópusambandinu og ég hef fært rök fyrir því að t.d. rök hv. þm. gegn sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins séu ekki gild. Það hef ég margoft gert í umræðu og þetta eru engar nýjar fréttir. Ég get svo sem haldið áfram að hrella hv. þm. með því að lýsa því yfir að ég tel líka að Ísland eigi að tengja krónuna með einhverjum hætti við nýju evruna. Ég held að skynsamlegt sé að gera það og við eigum að leggja drög að því að það verði gert áður en það verður um seinan.