Staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn

Fimmtudaginn 19. mars 1998, kl. 11:56:11 (4910)

1998-03-19 11:56:11# 122. lþ. 91.1 fundur 568. mál: #A staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn# þál., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 122. lþ.

[11:56]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Tékkland gerði ráð fyrir því að þurfa að verja 1,6% af vergri landsframleiðslu sinni til vígbúnaðar áður. Nú hefur verið tekin ákvörðun um það af stjórn Tékklands að verja u.þ.b. 2% af vergri landsframleiðslu til vígbúnaðar og m.a. þeirrar uppbyggingar sem stækkun NATO krefst.

Hvað þýðir það? Það þýðir að Tékkland mundi vera með hærra hlutfall til hernaðaruppbyggingar en Lúxemborg, en Spánn, en Belgía, en Danmörk og en Ítalía. Með öðrum orðum, Tékkland yrði með hæstu löndum í Evrópu í þessu bandalagi að því er varðar verga landsframleiðslu og það að verja henni til vígbúnaðar. Þar með eru þau rök fallin, ef það eru rök, herra forseti.