Framlag til þróunarsamvinnu

Fimmtudaginn 19. mars 1998, kl. 16:03:04 (4949)

1998-03-19 16:03:04# 122. lþ. 91.2 fundur 7. mál: #A framlag til þróunarsamvinnu# þál., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 122. lþ.

[16:03]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil nota tækifærið í þessu andsvari til þess að spyrja aðeins út í upplýsingar sem fram komu hjá hæstv. utanrrh. um þróunarsamvinnuna og þær upphæðir sem við erum að leggja í hana. Ég spurði reyndar að þessu við ákveðið tækifæri um daginn í utandagskrárumræðu um kúgun kvenna í Afganistan. Nú hafa rannsóknir sýnt að fjármagn sem veitt er til þróunarsamvinnu nýtist langbest ef því er veitt til verkefna sem viðkoma konum, þ.e. til að aðstoða konur við að verða sér úti um atvinnutækifæri, bæta úr aðgengi þeirra að heilbrigðisstofnunum o.s.frv. Ég hefði áhuga á því að heyra hvort ríkisstjórnin og hæstv. ráðherra hafa skoðað þetta og lagt einhverja áherslu á að beina þessum fjármunum í starfsemi sem viðkemur konum þar sem rannsóknir sýna að þannig nýtast peningarnir best.