Hrognkelsaveiðar

Mánudaginn 23. mars 1998, kl. 15:29:48 (5004)

1998-03-23 15:29:48# 122. lþ. 92.1 fundur 269#B hrognkelsaveiðar# (óundirbúin fsp.), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 122. lþ.

[15:29]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. þm. að það eru meiri möguleikar á að grásleppa geti lifað af eftir að hún hefur verið dregin um borð og henni hent í sjóinn aftur þannig að full ástæða er til þess að það mál verði skoðað nánar.