Stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga

Mánudaginn 23. mars 1998, kl. 15:36:59 (5009)

1998-03-23 15:36:59# 122. lþ. 92.1 fundur 270#B stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga# (óundirbúin fsp.), KH
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 122. lþ.

[15:36]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég hef ekki gleymt því að ekki er búið að undirrita þetta samkomulag og að það hefur ekki verið staðfest. En ég hélt að menn hefðu lýst því yfir og væru fúsir til að reyna að vinna að því að við gætum staðið við samkomulagið ásamt öðrum þjóðum. Mér heyrist það ekki á þessu sem nú er að gerast að stefnt sé að því. Ég vil líka spyrja vegna þess að hæstv. ráðherra minntist ekki á það, í hverju þetta samráð við umhverfisverndarsinna í Hvalfirði er fólgið? Hvernig hafa þeir komið að þessari ákvörðun um stækkun verksmiðjunnar, um fjölgun um einn ofn sem mun leiða til þess að umhverfið mengast enn meira en orðið er, að á Grundartanga verður stærsta stóriðjusvæði og mesta mengunarbæli á öllu Íslandi?