Umferðarlög

Þriðjudaginn 24. mars 1998, kl. 15:24:35 (5081)

1998-03-24 15:24:35# 122. lþ. 93.13 fundur 443. mál: #A umferðarlög# (öndunarsýni) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 122. lþ.

[15:24]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ég man ekki hvort hv. þm. sagði fund eða aukafund (Gripið fram í.) í allshn. Hitt liggur fyrir að venjulegur fundartími er tveir klukkutímar tæpir á viku í allshn. Við erum með tugi mála sem bíða og fáar vikur eru eftir af þessu þingi þannig að það er augljóst að marga aukafundi þyrfti ef við ætluðum að ljúka öllum þeim mikilvægu málum sem eru á leiðinni í gegnum hv. allshn.

Varðandi virðingu Alþingis og það að við hv. þm. Sjálfstfl. þurfum að láta framkvæmdarvaldið halda sérstaklega í höndina á okkur, þá erum við einfaldlega í þessu máli að láta framkvæmdarvaldið vinna gögn í hendurnar á okkur þannig að við getum tekið skynsamlega ákvörðun. Að taka skynsamlegar ákvarðanir að könnuðum öllum málavöxtum er það sem á að vera aðalsmerki hv. Alþingis og það er það sem hér þarf að gera en ekki rjúka til og samþykkja hugdettur hv. þm.