Umferðarlög

Þriðjudaginn 24. mars 1998, kl. 15:39:56 (5086)

1998-03-24 15:39:56# 122. lþ. 93.13 fundur 443. mál: #A umferðarlög# (öndunarsýni) frv., KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 122. lþ.

[15:39]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekkert um heljargreipar í hv. allshn. Ég sit ekki í allshn. og veit ekkert hvað hefur verið fjallað þar um vinnubrögð eða hvernig samskipti stjórnar og stjórnarandstöðu hafa verið þar. Þar verður hv. þm. að ræða á vettvangi allshn. eða við fulltrúa í allshn. Hann minnti á að það mál sem er til umræðu væri í vinnslu í ráðuneytinu og sei, sei jú, við höfum heyrt að það sé í vinnslu í ráðuneytinu. En eiga hv. þingmenn ekki að geta tekið ákvörðun um svo einfalt atriði sem þetta án þess að fá línuna ofan úr ráðuneytinu? Það er það sem ég hef verið að gagnrýna.