Umferðarlög

Þriðjudaginn 24. mars 1998, kl. 15:51:25 (5095)

1998-03-24 15:51:25# 122. lþ. 93.13 fundur 443. mál: #A umferðarlög# (öndunarsýni) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 122. lþ.

[15:51]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ef við hv. þm. Kristín Halldórsdóttir værum ein um að ákveða þetta mál yrðum við fljót að komast að niðurstöðu. Ég er hins vegar nokkuð viss um að býsna margir þingmenn telja að þetta sé álitamál, að fara niður með mörkin. Þess vegna er eðlilegt að við fáum niðurstöðu sérfróðra manna til að geta haldið öllum þeim rökum fram sem nauðsynlegt er að komi fram svo að við fáum meiri hluta fyrir málinu. Það er ekkert varið í að láta fella þetta í þinginu, því þá yrði miklu erfiðara að taka málið upp aftur síðar. Því vil ég einfaldlega að þessi brtt. hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur verði felld, en við tökum málið upp á haustþingi, eftir rannsókn sérfræðihópsins sem hæstv. dómsmrh. hefur skipað.