Umferðarlög

Þriðjudaginn 24. mars 1998, kl. 15:52:23 (5096)

1998-03-24 15:52:23# 122. lþ. 93.13 fundur 443. mál: #A umferðarlög# (öndunarsýni) frv., KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 122. lþ.

[15:52]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Aðeins þetta. Hv. þm. sagði: Það er ekkert varið í að láta fella tillöguna í þinginu. Ég er alveg sammála því. Það er akkúrat ekkert varið í það ... (HjálmJ: Fjalla um málið í haust.) Í haust? Við erum að tala um tillöguna sem er til umfjöllunar núna. Ég tók hv. þm. svo að hann væri að fjalla um þá tillögu og hafa áhyggjur af því að hún yrði felld núna. Ég er sammála því og þess vegna hef ég miklar áhyggjur af því hve fáir þingmenn hafa verið viðstaddir þessa umræðu, því það er mjög mikilvægt að alþingismenn hugsi um þetta mál, taki afstöðu til þess og treysti sér til að samþykkja tillöguna.