Afbrigði

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 14:13:48 (5145)

1998-03-25 14:13:48# 122. lþ. 94.93 fundur 282#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[14:13]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur margoft sýnt að hún er ekki vönd að virðingu sinni. Og núna sýnir hún það með eftirminnilegum hætti með því að biðja þingheim allan að styðja flýtimeðferð á lagafrv. sem bannar sjómönnum lýðræðislega réttindabaráttu í tvö ár eða til aldamóta. Þetta get ég að sjálfsögðu ekki stutt og ég mótmæli siðlausum vinnubrögðum þessarar siðlausu ríkisstjórnar í þessu máli. Ég vek athygli á því að þegar hagsmunum fjármagns og stórfyrirtækja er ógnað er ríkisstjórn Davíðs Oddssonar alltaf reiðubúin að þjóna þeim.