Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 14:17:30 (5148)

1998-03-25 14:17:30# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[14:17]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Tillaga var um að öll málin fjögur yrðu tekin saman til umræðu og ef ekki er hreyft athugasemd við því verður svo gert. Þá vill forseti upplýsa að borist hefur beiðni frá þingflokki Alþb. og óháðra um að ræðutími verði tvöfaldaður. Sá er réttur þingflokksins og verður því ræðutími tvöfaldur.