Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 14:47:16 (5152)

1998-03-25 14:47:16# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[14:47]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Kjarni málsins er sá að ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að sjómannastéttin megi ekki hafa verkfallsrétt. Það er það sem ríkisstjórnin er að taka af sjómannastéttinni, það er rétturinn til að verja sig, það er rétturinn til að sækja fram og það er rétturinn til að verja sig á gildistíma þess frv. sem liggur fyrir. Verkfall hafði staðið mjög skamman tíma þegar ríkisstjórnin lagði fram í fyrra sinnið frv. til laga um að banna það. Verkfall hefur nú staðið í aðeins 10 daga þegar ríkisstjórnin er komin að nýju með nýtt frv. sem bannar verkfall. Það liggur ljóst fyrir að það er það sem ríkisstjórnin er að gera. Hún er að afnema réttindi sjómanna og ég spyr hæstv. sjútvrh.: Hvenær gengur ríkisstjórnin alla leið og afnemur verkfallsréttindi allrar verkalýðshreyfingarinnar?