Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 14:48:19 (5153)

1998-03-25 14:48:19# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[14:48]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Athugasemdir hv. þm. eru algerlega út í hött. Hér eru alveg sérstakar aðstæður eins og gerð hefur verið mjög skýr grein fyrir og langsamlega veigamesti þátturinn í því lýtur að þeirri staðreynd að kjaradeilan hefur fyrst og fremst lotið að kröfum um breytt lagaumhverfi. Frv. þar að lútandi liggja núna fyrir sem sjómenn hafa fallist á en útvegsmenn andmælt að verulegum hluta. Þetta er sú staðreynd sem liggur fyrir og allt annað eru útúrsnúningar og í sjálfu sér ekki sæmandi hv. þm. að hafa slíka rökleysu í frammi.