Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 22:36:49 (5194)

1998-03-25 22:36:49# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[22:36]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég get ekkert gert að því þó að hv. þm. sé óánægður með útkomuna úr kjarasamningunum. Ég dreg ekkert í land. Kjarasamningarnir tókust farsællega á grundvelli vinnulöggjafarinnar. Það var unnið eftir hinni nýju vinnulögjöf og kjarasamningarnir tókust farsællega. Mér hefur aldrei dottið í hug að telja að það sé allt saman vinnulöggjöfinni að þakka. Það er ýmsu öðru að þakka en menn unnu eftir þeim leikreglum sem þar voru lagðar og náðu landi í öllum tilfellum nema einu. (Gripið fram í: Þrátt fyrir þessar leikreglur.)