Kjaramál fiskimanna

Föstudaginn 27. mars 1998, kl. 20:34:04 (5222)

1998-03-27 20:34:04# 122. lþ. 96.1 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 122. lþ.

[20:34]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Í þingflokki Alþb. og óháðra teljum við að í frv. um kjaramál felist óvenju harkaleg atlaga að samningsrétti og mannréttindum, einkum í 3. gr. frv. Við munum því greiða atkvæði gegn frv., bæði einstökum greinum þess og frv. í heild. Við teljum einnig að klaufaleg tök að öðru leyti hafi einkennt málið af hálfu hæstv. ríkisstjórnar sem hefur meira og minna, að því er varðar hin frv., spillt þeim og skapað aðstæður sem eru að mörgu leyti erfiðar til að taka á málum þrátt fyrir jákvæða þætti og við munum skýra nánar við atkvæðagreiðslur um þau mál.