Kjaramál fiskimanna

Föstudaginn 27. mars 1998, kl. 20:36:36 (5225)

1998-03-27 20:36:36# 122. lþ. 96.1 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, ÁJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 122. lþ.

[20:36]

Árni Johnsen:

Herra forseti. Nú mætti tína til mörg atriði í atkvæðaskýringu en ég vil aðeins nefna eitt. Ég harma að gerður er greinarmunur á trolli og rækjutrolli. Eini munurinn á þessum veiðarfærum er smáriðið net og stórriðið og hagræðing og þróun fær ekki notið sín á trollbátum. Ég segi já með takmörkuðum þunga.