Vistun ungra afbrotamanna

Mánudaginn 30. mars 1998, kl. 15:01:56 (5232)

1998-03-30 15:01:56# 122. lþ. 98.92 fundur 286#B vistun ungra afbrotamanna# (umræður utan dagskrár), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 122. lþ.

[15:01]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Áður en gengið er til dagskrár fer fram utandagskrárumræða um vistun ungra afbrotamanna. Málshefjandi er Margrét Frímannsdóttir. Hæstv. dómsmrh. verður til andsvara svo og hæstv. félmrh. Það er samkomulag um fyrirkomulag umræðunnar þannig að hún mun standa í allt að eina klukkustund. Málshefjandi hefur í fyrra sinn átta mínútur til umráða og þrjár mínútur í síðara sinn. Dómsmrh. hefur sama tíma, félmrh. fimm mínútur í fyrra sinn og þrjár mínútur í síðara sinn. Sama gildir um talsmenn þingflokka en aðrir þingmenn og ráðherrar hafa þrjár mínútur.