Lögreglulög

Mánudaginn 30. mars 1998, kl. 17:07:33 (5259)

1998-03-30 17:07:33# 122. lþ. 98.11 fundur 442. mál: #A lögreglulög# (samstarf lögregluliða, valnefnd Lögregluskólans o.fl.) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 122. lþ.

[17:07]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst þetta vera mjög mikilvæg yfirlýsing sem kemur hér frá hæstv. ráðherra. Ef sýslumaður eða lögreglustjóri hefur veitt lögreglumanni áminningu en lögreglumaðurinn er ósáttur við gang mála og vísar málinu til ráðherra sem núna getur ógilt slíka áminningu, lítur hæstv. dómsmrh. þá svo á að engin breyting verði á þessu?