Orð formanns þingflokks framsóknarmanna um formann heilbr.- og trn.

Þriðjudaginn 31. mars 1998, kl. 14:03:12 (5308)

1998-03-31 14:03:12# 122. lþ. 99.93 fundur 289#B orð formanns þingflokks framsóknarmanna um formann heilbr.- og trn.# (um fundarstjórn), SvG
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 122. lþ.

[14:03]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég held að alveg óhjákvæmilegt sé í framhaldi af þessum umræðum og hótunum formanns þingflokks Framsfl. að óska eftir því að gert verði hlé á fundinum þannig að forseti og formenn þingflokkanna geti rætt um þessi mál og þá stöðu sem virðist vera komin upp í þinghaldinu og hvort ætlunin er af hálfu framsóknarmanna og annarra stjórnarliða að gera alvöru úr þessari hótun núna á næstunni og við stjórnarandstæðingar verðum þá að gera það upp við okkur hvernig við ætlum að bregðast við. Ég fer þess á leit við hæstv. forseta að gert verði hlé á fundinum þannig að hægt sé að ræða þessi mál því að þessi staða, eftir að hv. þm. Valgerður Sverrisdóttir neitaði að taka til baka hótanir sínar, er algerlega óþolandi. Ég leyfi mér því að fara þess á leit við hæstv. forseta að gert verði hlé á fundinum í nokkrar mínútur.