Loftferðir

Þriðjudaginn 31. mars 1998, kl. 15:11:17 (5314)

1998-03-31 15:11:17# 122. lþ. 99.9 fundur 201. mál: #A loftferðir# (heildarlög) frv., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 122. lþ.

[15:11]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Hér er um óvenjulega víðfeðma og opna heimild að ræða til handa hæstv. samgrh. og raunar flugmálastjóra til þess að gera eðlisbreytingar á eignarhaldi og formi Flugmálastjórnar Íslands. Ég hygg að sjaldan sé jafnlangt gengið og hér því að hér er ekki verið að taka hið venjubundna fyrra skref í þeim efnum að hlutafélagavæða fyrst og einkavæða síðan, heldur er lagt til að ríkisstofnun, A-hluta stofnun, fái galopna heimild til þess að kaupa ný fyrirtæki, að sameinast nýjum fyrirtækjum og einkavæða flugvelli og flugstöðvar, allt eftir því hvað ráðherra vill hverju sinni. Það er algjörlega óviðunandi að skilja við málið á þennan hátt og ekki hægt annað en að bregðast hart við. Ég segi nei.